Efstu þrjú á listanum. F.v. Sigríður Júlía, Halldóra Lóa og Eiríkur Þór.

Listi VG í Borgarbyggð kynntur

Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á félagsfundi í gær. Listann leiðir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, bóndi og náms- og starfsráðgjafi, en hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir VG á liðnum árum og á kjörtímabilinu sem er að líða hefur hún verið fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar. Í öðru sæti er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri auðlindasviðs Skógræktarinnar og sveitarstjórnarfulltrúi, en hún var einnig í öðru sæti í síðustu kosningum. Nýr í þriðja sæti er Eiríkur Þór Theódórsson, móttöku- og sýningastjóri í Landnámssetri Íslands, en hann tekur þátt á listanum sem óháður frambjóðandi. Eiríkur hefur í gegnum tíðina gegnt ýmsum ábyrgðarhlutverkum í félagsstörfum, og er m.a. varaformaður ungliðahreyfingar ASÍ og meðstjórnandi í stjórn Stéttarfélags Vesturlands.

Listinn í heild sinni er þannig:

 1. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. 36 ára. Bóndi og náms- og starfsráðgjafi. Reykholti
 2. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. 44 ára. Sviðsstjóri auðlindasviðs Skógræktarinnar. Borgarnesi
 3. Eiríkur Þór Theódórsson. 28 ára. Móttöku- og sýningastjóri. Hvanneyri
 4. Friðrik Aspelund. 55 ára. Skógfræðingur og leiðsögumaður. Hvanneyri
 5. Brynja Þorsteinsdóttir. 39 ára. Leiðbeinandi á leikskóla. Borgarnesi
 6. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir. 31 árs. Líffræðingur og kennari. Kleppjárnsreykjum
 7. Stefán Ingi Ólafsson. 39 ára. Rafvirki og veiðimaður. Borgarnesi
 8. Ása Erlingsdóttir. 47 ára. Grunnskólakennari. Laufskálum 2
 9. Rúnar Gíslason. 21 árs. Lögreglumaður. Borgarnesi
 10. Unnur Jónsdóttir. 30 ára. Íþróttafræðingur. Lundi
 11. Flemming Jessen. 71 árs. Fv. skólastjóri. Hvanneyri
 12. Eyrún Baldursdótir. 24 ára. Hjúkrunarfræðinemi. Borgarnesi
 13. Sigurður Helgason. 77 ára. Eldri borgari og fv. bóndi. Hraunholti
 14. Hildur Traustadóttir. 63 ára. Framkvæmdastjóri. Hvanneyri
 15. Kristberg Jónsson. 60 ára. Fyrrverandi verslunarmaður. Litla-Holti
 16. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. 23 ára. Sálfræðinemi. Brekku
 17. Vigdís Kristjánsdóttir. 84 ára. Eftirlaunaþegi. Borgarnesi
 18. Guðbrandur Brynjúlfsson. 69 ára. Bóndi. Brúarlandi
Líkar þetta

Fleiri fréttir