Hætt við starfsmannabúðir í Flóahverfi

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í dymbilvikunni var rætt um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Flóahverfis, sem auglýstar voru fyrr á þessu ári. Þær breytingar áttu að felast annars vegar í því að breyta gatnakerfi lítillega á svæðinu og hins vegar í tímabundinni heimild til að setja upp starfsmannabústaði. Fram kom á fundi bæjarstjórnar að athugasemdir sem gerðar höfðu verið við auglýstar breytingar fólust í mótmælum við tímabundinni heimild til að setja upp starfsmannabústaði í Flóahverfi. Fyrirtækið sem komið var með heimild um lóðir á svæðinu hefur nú dregið umsókn sína til baka. Fyrir lá vilji fyrirtækisins um að nýta lóðirnar tímabundið undir starfsmannabústaði ef deiliskipulagsbreytingin hefði náð fram að ganga. „Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsferlinu verði hætt og þeim er gerðu athugsemdir við það verði tilkynnt um þá ákvörðun,“ segir í bókun bæjarstjórnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira