Árni Arnarson læknir, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri, Valdimar Þorvaldsson formaður Lionsklúbbsins, Rósa Marinósdóttir sviðsstjóri hjúkrunar á HVE og Ásgeir Ásgeirsson fjármálastjóri.

Lionsklúbburinn gaf HVE nýtt ristilspeglunartæki

Lionsklúbbur Akraness kom færandi hendi á Heilbrigðisstofnun Akraness í gær og færði stofnuninni að gjöf nýtt og fullkomið ristilspeglunartæki. Tækið er af gerðinni Olympus KV-6 Suction og kostar hingað komið 4,9 milljónir króna. Árni Arnarson læknir veitti gjöfinni móttöku fyrir hönd HVE úr hendi Valdimars Þorvaldssonar formanns Lionsklúbbs Akraness.

Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE þakkaði klúbbnum fyrir rausnarlegheitin og jafnframt fyrir þær fjölmörgu gjafir sem klúbburinn hefur fært stofnuninni. Fram kom að Lionsklúbbur Akraness gaf Sjúkrahúsinu á Akranesi fyrst gjöf fyrir réttum 60 árum, tveimur árum eftir stofnun hans. Ristilspeglanir hafa verið framkvæmdar á Akranesi frá því árið 1996 og eru mikilvægur þáttur í rannsóknum, eftirliti og lækningum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir