Hjólastandur sem Guðmundur bjó til fyrir krakkana sem fara með skólarútu frá Hvanneyri að Kleppjárnsreykjum. Ljósm. Oddný Kristín Guðmundsdóttir.

Fannst ómögulegt að sjá reiðhjólin liggja á grasbala í hrúgu

Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri lætur verkin tala og segir að vandamálin séu til að leysa þau. Hann hefur verið duglegur að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið á Hvanneyri og nú síðast bjó hann til reiðhjólastand fyrir grunnskólabörnin og dósagám fyrir Ungmennafélagið Íslending. „Þetta æxlaðist nú þannig að formaður ungmennafélagsins lék rækilega á mig og áður en ég vissi var ég kominn með það verkefni að búa til dósagám,“ segir Guðmundur og hlær. „Ég var í heimsókn hjá nágranna mínum þegar birtist þar kona í leit að refabúri sem hún ætlaði að nýta undir dósir. Ég sagðist vita um slíkt búr en að mér dytti ekki til hugar að segja henni hvar það væri því það væri afleitt sem dósagámur. Hún spyr okkur þá hvað gæti verið gott að nota og ég svaraði henni því að best væri að smíða bara eitthvað. Þá var hún klók og segir: „Það er frábært, kærar þakkir,“ og með þeim orðum fór hún og ég sat uppi með þetta verkefni. Þar sem hún var svo sniðug þarna fannst mér ómögulegt annað en að smíða eitthvað flott,“ segir Guðmundur.

Nánar er rætt við Guðmund í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir