„Ég hef alltaf verið mikið fyrir fólk og hreinlega elska fólk“

Framundan eru tímamót hjá Huldu Sigurðardóttur á Akranesi. Í sumar nær þessi glaðlynda kona hinum löggilta aldri þegar vinnumarkaðurinn er gjarnan kvaddur, hún verður 67 ára. Þá hættir hún starfi sínu til sextán ára að vera vistarstjóri á heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Starfinu fylgir íbúð á vistinni þar sem Hulda hefur búið og því eru flutningar framundan. Hún kveðst munu sakna þess að verða ekki lengur „mamman“ í hópi 64 ungmenna hverju sinni sem dvelja á heimavistinni meðan skólinn stendur yfir frá hausti og til vors. „Þetta er frábært starf og fjölbreytt. Raunar þarf vistarstjóri að vera allt í senn; ákveðinn en um leið uppalandi, læknir og hjúkka, en kannski fyrst og fremst sálufélagi. Ég held mér hafi tekist þetta verkefni ágætlega og hugsa með hlýju til þeirra meira en þúsund unglinga sem hér hafa búið frá því ég byrjaði í þessu starfi.“ Við lítum með Huldu yfir árin, hverfum fyrst til upprunans úr stærstu ætt Borgarfjarðarhéraðs, En hún kveðst þó getin í Dölum, hafi notið þeirra forréttinda að alast upp í Borgarfirði en hefur lengstan sinn starfsaldur búið á Akranesi. Við ræðum um sorgir og sigra, drauma en kannski ekki síst kostina við að láta létta lund ráða á lífsins gönguför.

Sjá opnuviðtal við Huldu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir