Frá fyrsta móti ársins sem haldið var á Akranesi í lok mars.

Ný reglugerð um skráningu afla á sjóstangveiðimótum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum en slík mót eru haldin víða um land á hverju sumri á vegum sjóstangveiðifélaga. Með reglugerðinni er leitast við að einfalda framkvæmd aflaskráningar en sjóstangaveiðifélögunum eru með lögum um stjórn fiskveiða tryggðar fullnægjandi aflaheimildir vegna mótanna og skal tekjum af sölu aflans ráðstafað til að standa straum að kostnaði við mótshaldið. Reglugerðin var sett að höfðu samráði við Landssamband sjóstangaveiðifélaga og Fiskistofu og hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir