Páskaeggja leitað. Ljósm. iss.

Hestamannafélagið bauð upp á páskaeggjaleit

Hestamannafélagið Borgfirðingur stóð nýverið fyrir páskeggjaleit fyrir yngstu kynslóðina í félaginu. Voru faldir málaðir steinar fyrir utan reiðhöllina Faxaborg í Borgarnesi og eftir að börnin voru búin að fara í nokkra leiki var þeim hleypt af stað í leitina. Þegar þau svo voru búin að finna einn málaðan stein og koma honum til skila, var þeim afhent páskaegg í verðlaun. Um 30 börn mættu að þessu sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir