Atvinnuleysi mældist 2,4%

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2018, sem jafngildir 80,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.500 starfandi og 4.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,4%. Samanburður mælinga fyrir febrúar 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst lítillega eða um 900 manns og hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 2,7 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 2.200 manns. Þrátt fyrir þá fjölgun lækkaði hlutfall þeirra af mannfjölda um 2,2 prósentustig. Atvinnulausir eru um 1.200 færri en á sama tíma árið 2017 og hlutfall þeirra lækkaði um 0,6 prósentustig. Alls voru 49.100 utan vinnumarkaðar og fjölgaði þeim um 6.100 manns frá því í febrúar 2017 en þá voru þeir 40.800.

Líkar þetta

Fleiri fréttir