Tveggja bíla árekstur í Grundarfirði

Tveggja bíla árekstur varð í gær á móts við bæinn Grund austan við Grundarfjörð. Þrír voru í öðrum bílnum og einn í þeim sem sést á meðfylgjandi mynd. Sá var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akranesi en meiðsli hans voru minniháttar. Þeir sem voru í hinum bílnum voru fluttir á Heilsugæslustöðina í Grundarfirði til skoðunar og sluppu allir án teljandi meiðsla. Eins og sést á myndinni var erfitt færi í gær eftir að snjóað hafði á Snæfellsnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir