Mótmæltu hækkun launa forstjóra OR

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar á þriðjudag í liðinni viku voru til umræðu fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá því í febrúar og mars. Valgarður Lyngdal Jónsson bæjarfulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd beggja bæjarfulltrúa flokksins, vegna launa forstjóra OR: „Undirritaðir, bæjafulltrúar Samfylkingarinnar, mótmæla þátttöku fulltrúa Akraneskaupstaðar í þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 6,9%. Á sama tíma býðst t.d. almennu launafólki hjá Faxaflóahöfnum 1,4% launahækkun á grundvelli rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins. Eðlilegt hefði verið að bjóða forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur prósentuhækkun í takti við þær hækkanir sem í boði eru fyrir almennt launafólk.“ Undir þetta rita Valgarður Lyngdal Jónsson og Kristinn Hallur Sveinsson varabæjarfulltrúi sem sat fundinn fyrir Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita listans. Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn OR.

Líkar þetta

Fleiri fréttir