Hér er slökkvistarfi að ljúka á Signýjarstöðum á laugardagskvöldið. Ljósm. fpp.

Kviknaði í tvígang í þurrum gróðri

Slökkvilið Borgarbyggðar var í tvígang kallað út vegna elds í sinu í liðinni viku. Fyrra útkallið var á miðvikudagskvöld við þjóðveginn sunnan við Galtarholt í Borgarhreppi. Íbúar í  nágrenninu hófu þegar slökkvistarf og var því að mestu lokið þegar slökkvilið mætti skömmu síðar. Í seinna tilfellinu á laugardagskvöldið var um nokkuð meiri eld að ræða. Þá hafði álft flogið á háspennustreng skammt frá Signýjarstöðum í Hálsasveit. Féll fuglinn logandi til jarðar og kveikti eld. Eldurinn sást frá Sámsstöðum í Hvítársíðu og var gert viðvart þaðan. Bændur á Signýjarstöðum hófu slökkvistarf og sömuleiðis komu slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Borgarbyggðar á vettvang. Rafmagni sló út við að fuglinn flaug á línurnar en það komst á að nýju tæpum hálftíma síðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir