Tími páskahretanna er hreint ekki liðinn

Veðurstofan bendir á að snjókoma með tilheyrandi skafrenningi verður á heiðarvegum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum og einnig á Norðvesturlandi í kvöld. Færð getur hæglega spillst á þeim slóðum.
Kafaldsbylur verður í fyrramálið á Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði og í Borgarfirði. Styttir þar upp síðdegis en snjókoma verður þá á Suðurlandi og Suðvesturhorninu. Meðfylgjandi mynd tók Alfons Finnsson í dag í Ólafsvík, þar sem talsvert hefur snjóað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir