Útsending að hefjast frá leik ÍA í 1. deild karla í körfuknattleik nú í vetur. Örn Arnarson, forgöngumaður ÍA TV er nær í mynd en Kristján Gauti Karlsson fjær. Ljósm. aóa.

Sýna beint frá íþróttaleikjum á Akranesi

ÍA TV var komið á fót í árslok 2016 þegar Íþróttabandalag Akraness ákvað að styrkja áhugahóp til tækjakaupa til að geta sent út íþróttaviðburði á vegum ÍA. Nokkru áður hafði hópur manna, að frumkvæði Arnar Óðins Arnþórssonar, hafið útsendingar frá leikjum meistaraflokks ÍA í 1. deild karla í körfuknattleik í gegnum Youtube rásina ÍA TV.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sent hefur verið út frá fjölda körfuknattleiks- og knattspyrnuleikja, bæði hjá meistaraflokkum ÍA, yngri flokkum ÍA og Kára. ÍA TV hefur meira að segja brugðið sér af bæ stöku sinnum og sent frá útileikjum ÍA. Fimmtugasta beina útsendingin var frá leik ÍA og Vestra í 1. deild karla í körfuknattleik í byrjun mars og á þeim aðeins eftir að fjölga. Á komandi sumri verður sýnt frá leikjum meistaraflokka ÍA í 1. deildum karla og kvenna, sem og leikjum Kára í 2. deild karla. Næsta haust hefjast síðan körfuknattleiksútsendingar á nýjan leik.

Líkar þetta

Fleiri fréttir