Alexander á allar græjur til að geta farðað heima við og var kominn með góðan hóp af viðskiptavinum áður en hann þurfti að hætta því vegna anna í rafvirkjuninni.

Sameinar tvo heima með atvinnuvali sínu

„Þetta eru svolítið mismunandi heimar,“ segir Alexander Aron Guðjónsson hlæjandi, en hann er bæði rafvirki og förðunarfræðingur. Alexander er fæddur og uppalinn á Akranesi þar sem hann hefur búið í sama húsinu alla sína æsku. „Við erum búin að vera í þessu húsi í yfir tuttugu ár. Það verður erfitt að fara eitthvert annað,“ segir hann en hann ásamt foreldrum sínum stefna að því að skipta um húsnæði á næstunni. „Ég bind svo margar minningar við hluti og staði,“ segir hann með innlifun og telur upp ótal hluti sem hann hefur geymt í gegnum tíðina og þarf að skoða aftur núna þar sem hann er að pakka og taka til fyrir flutningana.

Sjá viðtal við Alexander Aron í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir