
Gáfu húsgögn á Brákarhlíð
Lionsklúbbur Borgarness færði Brákarhlíð í Borgarnesi nýverið höfðinglega gjöf, í formi húsgagna í samkomusal heimilisins. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni. Á henni eru f.v. Halla Magnúsdóttir forstöðumaður hjúkrunar, María Eyþórsdóttir og Jón Haraldsson frá Lionsklúbbnum og Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar.