Fengu aðild að Bændasamtökunum

Beint frá býli og Verndun og ræktun (VOR), félag framleiðenda í lífrænum búskap, hafa fengið aðild að Bændasamtökum Íslands. Aðildarumsóknir þeirra voru samþykktar á Búnaðarþingi 2018 sem fram fór í byrjun mánaðarins.

Beint frá býli var stofnað fyrir tíu árum síðan, árið 2008 og er tilgangur félagsins að hvetja til heimavinnslu og sölu milliliðalaust, beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum bænda sem stunda eða hyggja á framleiðslu og sölu heima unninna afurða. Markmið félagsins er að tryggja neytenendum gæðavöru með öryggi og rekjanleika í fyrirrúmi. Þá skal félagið hvetja til varðveislu hefðbundinna aðferða við matvælaframleiðslu og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

Félagið Verndun og ræktun var stofnað árið 1993 og er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun hráefnis eða fullvinnslu á lífrænum íslenskum afurðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir