Margrét í Skarfavör á Akranesi. Ljósm. Heiðar Mar Björnsson.

Útvarpskonan Margrét Blöndal í opnuviðtali

Þó vor sé í lofti er heldur hráslagalegt um að litast fyrir utan stóra gluggana á kaffihúsinu Lesbókinni við Akratorg á Akranesi þegar blaðamaður Skessuhorns sest niður með Margréti Blöndal einn miðmorgun í mars. Hún er nýkomin frá Bonn í Þýskalandi þar sem hún var ásamt manni sínum Guðmundi Óla Gunnarssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi, viðstödd tónleika með strengjakvartett stjúpdóttur sinnar, Hrafnhildar Mörtu Guðmundsdóttur í Beethoven-Hause. Í því húsi fæddist Beethoven en Hrafnhildur nemur sellóleik í Bloomington í Indiana í Bandaríkjunum.

Við pöntum okkur kaffi og meðlæti og látum fara vel um okkur á meðan Margrét mælir með Bonn sem borg til að heimsækja. „Bonn er ofboðslega næs. Auðvelt að komast þangað, góður matur og hellingur af gömlum fallegum húsum, þó misgóður arkitektúr eftirstríðsáranna fylgi inn á milli. Ég skil ekki hvernig er hægt að byggja svona ljót hús ofan í svona óskaplega falleg hús,“ segir hún.

Við ætlum að meðal annars að spjalla um fjölmiðlaferilinn sem vissulega telur áratugi, ferðalagið með Elly Vilhjálms, tenginguna við Akranes og drauminn sem er að rætast, en þau Margrét og Guðmundur Óli eru nú að byggja yfir sig í Leirársveit.

Sjá ítarlegt viðtal í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir