Styrkþegar og fulltrúar þeirra í Amtsbókasafninu. Ljósm. tfk.

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutaði styrkjum

Í lok síðustu viku var stóri úthlutunardagur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands þegar árlegum styrkjum ríkis og sveitarfélaga er úthlutað. Úthlutunarathöfn var í nýju húsi Amtbókasafnsins í Stykkishólmi. Að þessu sinni var úthlutað 75 styrkjum. 54 til menningarstarfsemi að upphæð 24,8 milljónir króna, sjö stofn- og rekstrarstyrkjum til stofnana að upphæð 5,9 milljónir króna og 13 styrkjum til fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga að upphæð 9,5 milljónir króna til að hefja starfsemi. Alls var því úthlutað rúmum 40 milljónum króna.

Ítarlega er greint frá styrkveitingunum í frétt í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.