Silkiormur og púpa í hönd Signýar. Ljósm. tfk.

Stundar silkiormarækt í Grundarfirði

Signý Gunnarsdóttir er grundfirsk athafnakona sem nýverið hóf silkiormarækt. Hún fjárfesti í húsi í Grundarfirði og hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúrnum til að rækta þessi litlu kvikindi. Signý er með BA gráðu í tískuhönnun frá Listaháskóla Íslands og var lengi búin að leita leiða til að tengja námið atvinnumöguleikum í Grundarfirði en þar vill hún búa í framtíðinni. Þá datt hún niður á þessa hugmynd að prófa að rækta silkiorma. Signý fékk nýverið styrk úr Uppbyggingarsjóði SSV upp á 1,7 milljónir og eina milljón frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Átaki til atvinnusköpunar, fyrir þetta verkefni en styrkirnir munu vafalaust nýtast vel fyrir uppbygginguna.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir