Katrín Jóna í sprautuklefanum.

Segir bílamálun vera starf fyrir alla sem hafa áhuga

„Það ættu allir bara að læra það sem þeim þykir skemmtilegt og þetta starf hentar vel fyrir alla,“ segir Katrín Jóna Wladecka Ólafsdóttir bílamálari. Katrín Jóna er rétt að verða tvítug stelpa, er Hólmari, ættuð úr Dölum en býr á Akranesi. Hún starfar sem bílamálari hjá Nýju bílasmiðjunni í Mosfellsbæ. Hún ætlaði upphaflega að læra vélvirkjun en færði sig yfir í Borgarholtsskóla og lærði að mála bíla. „Ég fann að áhuginn lá ekki í vélvirkjuninni svo ég prófaði að sækja um í Borgarholtsskóla og ég fann að bílamálun var meira fyrir mig,“ segir Katrín Jóna. Hún lauk námi á síðasta ári en hefur unnið á Nýju bílasmiðjunni í rúmt ár og líkar það mjög vel.

Sjá viðtal við Katrínu Jónu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir