Hönnun nemenda að brúnni yfir Grunnafjörð.

Hönnuðu nýja veglínu um Grunnafjörð

Fjórir nemendur á þriðja ári í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa hannað nýja veglínu um Grunnafjörð í Hvalfjarðarsveit. Nemendurnir skiluðu skýrslu þess efnis á dögunum og kynntu verkefni sitt þriðjudaginn 20. mars á Hvanneyri. Nemendurnir eru þau Brynja Sigríður Gunnarsdóttir, Esther Björg Andreasen, Guðni Rúnar Jónsson og Silja Sif Lóudóttir. Skessuhorn fylgdist með kynningu þeirra á verkefninu og greinir ítarlega frá niðurstöðum þess í blaðinu sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir