Engin starfsemi hefur verið í húsunum síðan í desember. Ljósm. af.

Fiskiðjan Bylgja gjaldþrota

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að Fiskiðjan Bylgja ehf. í Ólafsvík hefur verið úrskurðuð gjaldþrota. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns undir lok síðasta árs var öllu starfsfólki fyrirtækisins, um þrjátíu talsins, sagt upp í lok nóvembar. Bylgja seldi ferskar og frystar sjávarafurðir til neytenda á erlendum mörkuðum og þegar mest lét störfuðu um 70 manns hjá fyrirtækinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir