Yngri en 67 ára komist í dvalarrými

Gildandi aldursmörk sem einskorða þjónustu dagdvalar og dvalarrýma við aldraða verða numin úr gildi samkvæmt nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra. Aðgangur að þessari þjónustu verður bundinn við faglegt mat á þörf viðkomandi fyrir þessi úrræði. Svandís Svavarsdóttir ráðherra kynnti nýverið frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar. „Nokkuð er um að óskað sé eftir undanþágum frá aldursmörkum laganna vegna fólks yngra en 67 ára sem þarfnast þjónustu í dagdvöl eða dvalarrými en fyrir því er ekki stoð í lögum. Verði frumvarpið samþykkt opnast fyrir aðgang yngra fólks að þessari þjónustu að undangengnu faglegu mati á heilsufari þess og verður jafnframt forgangsraðað eftir því,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um væntanlegt frumvarp.

Líkar þetta

Fleiri fréttir