Úraframleiðandi styður Landsbjörgu

Fyrr á þessu ári var undirritaður samstarfsamningur til fimm ára milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og svissneska úraframleiðandans Luminox. Er þetta í fyrsta skipti sem félagið gerir erlendan samning sem þennan en henn er hugsaður sem fjáröflun fyrir félagið. Luminox skuldbindur sig til að framleiða nýja línu af úrum sem tengjast ICE-SAR á hverju ári næstu fimm árin og Landsbjörg leggur til myndefni til markaðssetningar á úrunum.

Árið 2018 verður framleidd sérstök útgáfa tileinkuð 90 ára afmæli félagsins og verður hún seld í takmörkuðu upplagi, einungis 900 eintökum. Landsbjörg mun fá hluta af söluverðmæti seldra úra. Vörulína þessi fer í dreifingu í september 2018 og verða úrin seld víða um heim. Hægt verður að kaupa þau á tveimur stöðum hér á landi, en ekki kemur fram í tilkynningu hvar það verður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir