Innanbæjarstrætó í viðgerð

Innanbæjarstrætisvagninn á Akranesi fer í viðgerð í dag, mánudaginn 26. mars, og verður frá af þeim sökum þar til á miðvikudaginn. Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar segir að þessir dagar hafi verið valdir til viðhalds og viðgerða á vagninum þar sem skólastarf sé ekki hafið enn að loknu páskafríi. Á meðan hefur verið fengin lítil rúta til að leysa vagninn af. „Því miður ekki hægt að taka við barnavögnum í þá stærð af rútu,“ segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir