Hvessir upp úr hádegi í dag

Í dag hvessir af suðaustan á Suður- og Vesturlandi. Til að byrja með verður ekki úrkoma samhliða hvassviðrinu en reikna má með sterkum vindhviðum við Hafnarfjall frá því um klukkan 12 og fram yfir miðjan dag. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni eru vegir á Vesturlandi að mestu greiðfærir en hálkublettir eru á Bröttubrekku en snjóþekja á Fróðárheiði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir