
Elva Björk hafnaði í þriðja sæti á söngkeppni Samfés
Söngkeppni Samfés fór fram í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Rúmlega 3000 áhorfendur lögðu leið sína í höllina og horfðu á fulltrúa félagsmiðstöðva víðsvegar af landinu keppa. Það var Aníta Daðadóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix í Kópavogi sem söng til sigurs og í öðru sæti var Benedikt Gylfason frá félagsmiðstöðinni Bústöðum. Söngkonan Elva Björk Jónsdóttir frá félagmiðstöðinni Eden í Grundarfirði hafnaði í þriðja sæti með lagið Thinking out loud sem Ed Sheeran hefur gert frægt. Dómnefnd skipuðu þau Aron Hannes Emilsson, Dagur Sigurðsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir.