Á myndinni eru fulltrúar félagsmiðstöðva á Vesturlandi sem kepptu á söngkeppni Samfés um helgina. F.v. Katrín Lea Daðadóttir, Sigríður Sól Þórarinsdóttir og Hekla María Arnardóttir frá félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi og Elva Björk Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði en hún hafnaði í þriðja sæti í keppninni. Ljósm. úr safni.

Elva Björk hafnaði í þriðja sæti á söngkeppni Samfés

Söngkeppni Samfés fór fram í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Rúmlega 3000 áhorfendur lögðu leið sína í höllina og horfðu á fulltrúa félagsmiðstöðva víðsvegar af landinu keppa. Það var Aníta Daðadóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix í Kópavogi sem söng til sigurs og í öðru sæti var Benedikt Gylfason frá félagsmiðstöðinni Bústöðum. Söngkonan Elva Björk Jónsdóttir frá félagmiðstöðinni Eden í Grundarfirði hafnaði í þriðja sæti með lagið Thinking out loud sem Ed Sheeran hefur gert frægt. Dómnefnd skipuðu þau Aron Hannes Emilsson, Dagur Sigurðsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir