Misjafn afli en létt lund á sjóstangveiðimóti

Það var létt yfir sjóstangveiðifólki og skipstjórum bátanna þegar þeir komu að landi hver af öðrum um miðjan dag eftir fyrri veiðidag á sjóstangveiðimóti SjósSkip á Akranesi. Aflinn var aðallega þorskur en nokkuð misstór fiskur eins og gengur, eftir því hvert róið var. Sumir veiðimenn voru með full kör, yfir 400 kíló meðan aðrir höfðu minna. Nú er verið að vigta og telja fiskana en veitt eru verðlaun eftir síðari róðurinn á morgun fyrir flesta fiska og tegundir á mótinu, stærstu fiskana í hverri tegund og stærsta fisk mótsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar um nónbil í dag. Siglt verður út klukkan sex í fyrramálið og veitt til klukkan 13.

Líkar þetta

Fleiri fréttir