Kvenfélagið gaf fjórburakerru

Kvenfélag Hellissands færði leikskólanum Kríubóli fjórburakerru að gjöf síðastliðinn mánudag. Það voru þær Guðrún Halla Elíasdóttir formaður og Lísa Dögg Davíðsdóttir varaformaður kvenfélagsins sem afhentu leikskólanum kerruna með von um að hún nýttist leikskólanum vel. Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri tók við kerrunni, sagði hún að kerran myndi nýtast mjög vel þar sem nú væri hægt að fara með yngstu leikskólabörnin út í gönguferðir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir