Heimamenn úr UMSB urðu í öðru sæti á mótinu.

Kepptu í ringói í Borgarnesi

Síðastliðinn sunnudag var keppt í hinni nýlegu en mjög svo vaxandi íþróttagrein; ringói í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Flemming Jessen hefur umsjón með æfingum og mótum eldri borgara. Fjögur lið mættu til leiks á sunnudaginn. Auk heimafólks í UMSB voru lið frá Glóð í Kópavogi, HSK og frá Mosfellsbæ. Spiluð var tvöföld umferð og hver leikur var upp í 15 stig. Úrslit urðu þau að HSK sigraði með 10 stigum, UMSB varð í öðru sæti með 6 stig, Glóð varð þriðja með 4 stig og FaMos fékk einnig 4 stig.

Ringó er spilað á blakvelli og spila fjórir inná hverju sinni í hvoru liði. Leikurinn gengur út á að koma hringjunum í gólfið hjá andstæðingunum. Þessi lið hafa undanfarin ár reynt með sér þrisvar yfir veturinn. Næsti hittingur verður 28. apríl á Hvolsvelli og þá er áformað Jónsmessumót í Kópavogi. Lokapunkturinn verður svo Landsmót UMFÍ 50+, sem að þessu sinni fer fram á Sauðárkróki 13. – 15. júlí í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir