Í síðasta mánuði var búið að steypa upp hús fyrir væntanlegt steinmunasafn í Húsafelli. Ítarlega var fjallað um framkvæmdir þar í umfjöllun Skessuhorns 7. mars síðastliðinn.

Hafna kröfu um að stöðva framkvæmdir við steinmunasafn

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var kynnt bráðabirgða niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. mars sl. varðandi kæru um stöðvun framkvæmda við uppsteypu svokallaðs legsteinahúss í skipulögðu landi Bæjargils í landi Húsafells II í Borgarfirði. Í málinu var kveðinn upp úrskurður sem sneri að kröfu kærenda, eigenda Gamla bæjarins á Húsafelli I, um að stöðvun framkvæmda við uppsteypu hússins sem er á nærliggjandi lóð. Niðurstaða úrskurðarnefndar var að hafna kröfu eigenda Húsafells I um stöðvun framkvæmda. Í lok úrskurðar segir: „Að teknu tilliti til markmiðs lagaheimildar þeirrar sem úrskurðarnefndin hefur til stöðvunar framkvæmda, sem og takmarkaðra áhrifa þeirra framkvæmda sem eftir standa, verður ekki séð að knýjandi nauðsyn sé á að fallast á kröfu kærenda um stöðvun þeirra. Verður kröfu hans þar að lútandi hafnað en bent er á að áframhaldandi framkvæmdir eru á ábyrgð og áhættu leyfishafa.“

Hægt er að lesa niðurstöðu Úrskurðarnefndar í heild sinni hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir