Göngustígurinn að Kirkjufellsfossi. Ljósm. tfk.

Grundarfjarðarbær auglýsir deiliskipulag við Kirkjufell og Kolgrafafjörð

Grundarfjarðarbær hefur birt tillögur að deiliskipulagi við Kirkjufell og Kolgrafafjörð á heimasíðu sinni grundarfjordur.is. Við Kirkjufell er stefnt á að endurbæta bílastæði, gönguleiðir, upplýsingaskilti og áningarstaði á svæðinu en núverandi bílastæði er löngu sprungið og oft hefur skapast hættuástand á svæðinu sökum þungrar umferðar. Við vesturhluta Kolgrafafjarðarbrúar er unnið að skipulagi á bílastæði og áningarstað en þar hefur verið vinsælt að stoppa og skoða hið margbrotna fuglalíf sem þar er. Einnig er algengt að sjá seli og jafnvel hvali ef svo ber við.

Tillögurnar munu liggja frammi á bæjarskrifstofum Grundarfjarðarbæjar frá 17. mars til 3. apríl næstkomandi þar sem hægt verður að kynna sér málið. Einnig er skipulagið auglýst í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir