Allir urðu í fyrsta sæti í pollaflokki. Ljósm. iss.

Fyrsta mótið af nokkrum hjá hestamannafélaginu Snæfellingi

Hestamannafélagið Snæfellingur hélt þrígangsmót i reiðhöllinni í Ólafsvik síðasliðið föstudagskvöld. Var boðið upp á pollaflokk, þrígang 17 ára og yngri, minna vana og meira vana. Að sjálfsögðu urðu allir i fyrsta sæti i pollaflokki. Í flokki minna vanra sigraði Íris Huld Sigurbjörnsdóttir og meira vana sigraði Gunnar Tryggvason. Engin skráning var að þessu sinni í flokkinn 17 ára og yngri, en öll börnin voru stödd á helgarnámskeiði á Skáney þegar mótið fór fram.

Þetta er fyrsta mótið hjá Snæfellingi af nokkrum sem ráðgerð eru næstu mánuði. Næstu mót verða í Stykkishólmi miðvikudaginn 28. mars og í Grundarfirði miðvikudaginn 18. apríl. Íþróttamót Snæfellings verður svo í Grundarfirði 1. maí og úrtaka fyrir LM í Stykkishólmi 16. júní.

Líkar þetta

Fleiri fréttir