Alþingismenn vilja lækka kosningaaldur – eru á skjön við vilja þjóðarinnar

Nú stefnir að óbreyttu í að Alþingi samþykki breytingu á lögum sem heimilar lækkun kosningaaldurs úr 18 ár í 16 ár, án þess að kjörfylgisaldri verði breytt. Ef lögin verða samþykkt tekur breytingin gildi fyrir kosningar til sveitarstjórna 26. maí næstkomandi og mörg þúsund nýir kjósendur bætast þá á kjörskrá. Eftir fyrri umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær voru greidd atkvæði og samþykkt að vísa málinu til nefndar, en í framhaldi af því fer það til þriðju og síðustu umræðu og afgreiðslu væntanlega í dag. Við atkvæðagreiðslu í gær voru 29 þingmenn samþykkir breytingunni en 24 greiddu ekki atkvæði. Þar af voru tíu fjarverandi.

Athygli vekur að svo virðist sem meirihluti á þingi sé á öndverðu meiði við vilja þjóðarinnar, en málið hefur fengið mikla umræðu undanfarna daga. Þannig má benda á að í spurningu vikunnar, hér á vef Skessuhorns, er einmitt spurt um hvort færa eigi kosningaaldur niður í 16 ár. Þegar  407 höfðu svarað spurningunni nú í morgun eru 89% kjósenda breytingunni andvígir, 7% eru fylgjandi lækkun kosningaaldurs en 4% taka ekki afstöðu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir