Sigursveitin. Ljósm. úr safni.

Sveit Tryggva er Akranesmeistari í bridds

Akranesmótinu í sveitakeppni í bridds lauk síðastliðinn fimmtudag með þátttöku sex sveita. Keppnin var fremur jöfn á toppnum en leikar fóru þannig að sveit Tryggva Bjarnasonar bar sigur úr býtum og hlaut 95 stig. Með Tryggva spiluðu Þorgeir Jósefsson, Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson. Eitt kvöld leystu af í sveitinni þeir Steinberg Ríkharðsson og Jón Ágúst Þorsteinsson. Í öðru sæti varð sveit Alfreðs Viktorssonar með 90 stig, en með Alfreð voru í sveit Þórður Elíasson, Alfreð Þ Alfreðsson, Viktor Björnsson, Jón Alfreðsson og Eiríkur Jónsson. Í þriðja sæti með 85 stig var sveit Inga Steinars Gunnlaugssonar ásamt þeim Ólafi Grétari Ólafssyni, bræðrunum Guðjóni og Þorvaldi Guðmundssonum, Magnúsi Magnússyni og Árna Bragasyni.

Í kvöld, fimmtudag hefst Akranesmótið í tvímenningi og er reiknað með að það taki þrjú kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir