Reynir Georgsson endurvakti fyrirtækið Glerfell síðasta sumra eftir að starfsemi þess hafði legið niðri í 16 ár. Ljósm. arg.

Sérhæfir sig í verkefnastjórnun og innkaupum

Síðasta sumar tók Reynir Georgsson á Akranesi upp þráðinn hjá verktakafyrirtækinu Glerfelli og hóf starfsemi fyrirtækisins á ný eftir 16 ára pásu. Glerfell var upphaflega stofnað í Dalabyggð af tengdaföður Reynis, Halldóri Guðmundssyni frá Magnússkógum í Dölum, en er nú rekið á Akranesi. Halldór rak fyrirtækið allt þar til hann féll frá árið 2001. Reynir og Dagný Halldórsdóttir starfa bæði hjá fyrirtækinu ásamt tveimur öðrum starfsmönnum. „Við erum að taka að okkur verkstýringu fyrir fjárfesta og verktaka auk þess sem við komum verktökum í samband við birgja og efnisframleiðendur í Póllandi sem geta boðið þeim gott verð,“ segir Reynir í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rætt við Reyni í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir