Hjalti Ragnar Arnórsson rúningsmaður frá Hofsstöðum í Reykhólasveit.

„Vinsamlegast farið úr skítugum stígvélunum“

Hjalti Ragnar Arnórsson er 23 ára gamall, frá Hofsstöðum í Reykhólasveit. Hann hélt í ársbyrjun upp í mikið ferðalag, 50 daga reisu yfir hálfan hnöttinn, alla leið til Nýja-Sjálands til að læra rúning. En ekki var um hreina skemmtiferð að ræða, heldur tók á móti honum verktaki og kennari. Hjalti hóf skömmu síðar starfsnám í rúningi í hinum dreifðu byggðum Nýja-Sjálands og kom til baka margs vísari og búinn að læra réttu handtökin. „Ég fór út 12. janúar og nokkrum dögum síðar var ég kominn til Fairlie, sem er þorp ekki langt frá borginni Christchurch á Suðurey Nýja-Sjálands. Þetta er bara pínulítið sveitaþorp inni í landinu, ekki mikið af húsum en margar verslanir enda mörg býli í sveitunum þar í kring. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kom til Fairlie var að í öllum búðunum hékk skilti sem á stóð: „Vinsamlegast farið úr skítugu stígvélunum áður en þið gangið inn“,“ segir Hjalti og brosir við. „Þegar ég var búinn að sjá þetta sama skilti í þremur verslunum sama daginn áttaði ég mig á hvernig stað ég var kominn á,“ bætir hann við léttur í bragði.

Skemmtilega frásögn af ferð Hjalta Ragnars til Nýja-Sjálands er að finna í viðtali sem er í Skessuhorni í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir