Rósa í vinnu á unglingalandsmótinu í Borgarnesi 2016. Ljósm. UMFÍ.

„Án sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda uppi íþrótta- og félagsstarfi“

Á sambandsþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar í síðustu viku var Rósu Marinósdóttur á Hvanneyri veitt gullmerki UMFÍ fyrr framlag sitt til starfa innan UMSB í gegnum árin. Rósa er vel að verðlaunum komin enda hefur hún unnið mjög óeigingjarnt sjálfboðastarf innan UMSB frá því hún flutti á Hvanneyri árið 1980. „Ég flutti hingað frá Akureyri en þar hafði ég einnig verið virk í íþróttastarfi. Sjálf spilaði ég handbolta og keppti í frjálsum íþróttum með UMSE sem barn og unglingur en hætti því svo. Ég er meira fyrir að sinna ýmsum störfum tengdum íþróttum heldur en að keppa. Ég spila þó öldungablak núna með nokkrum góðum konum úr Borgarfirðinum og hef gaman af. Við erum einmitt á leið á mót um mánaðamótin apríl-maí,“ segir Rósa í samtali við Skessuhorn.

Aðspurð segist hún ætla að halda sjálfboðastarfi innan UMSB áfram eins lengi og hún hefur heilsu til. „Mér þykir mjög gefandi að sinna öllum þessum störfum. Ég hef mest unnið innan Ungmennafélagsins Íslendings og ég held að ég hafi sinnt þar öllum störfum, hvort sem það snertir íþróttir, almenn félagsstörf eða leiklist. Ég er ekki á leiðinni að hætta neitt í bráð, ekki á meðan ég hef heilsu til að halda áfram,“ segir Rósa. Hún hefur unnið sjálfboðastarfi á flestum frjálsíþróttamótum í Borgarbyggð frá árinu 1985 auk þess sem hún hefur unnið á öllum unglingalandsmótum sem haldin hafa verið í Borgarnesi á þessum tíma. „Ég var í landsmótsnefnd fyrir stóra Landsmótið árið 1997 og var í mótsstjórn fyrir frjálsíþróttamótin á unglingalandsmótunum 2010 og 2016.“

Rætt er við Rósu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira