Sigurreifir Húnvetningar. Ljósm. GHV.

Húnvetningar gjörsigruðu í Vesturlandsriðlinum

Í dag var keppt í fjórum riðlum undankeppni Skólahreysti, hreystikeppni grunnskóla. Keppnin er liðakeppni og fimm gerðir þrauta; hraðaþraut, upphýfingar, armbeygjur, dýfur og hreystigreip. Í Vesturlandsriðlinum gerðu nýir skólar sig gildandi á toppnum og þeir sem vermt hafa þau sæti á liðnum árum skoruðu nokkrir mjög lágt í keppninni. Sigurvegarar, og skólinn sem fer í úrslitakeppnina, er Grunnskóli Húnaþings vestra. Hlutu nemendur hans 55 stig. Í öðru sæti varð Grunnskóli Borgarfjarðar með 44,5 stig og Grunnskólinn í Stykkishólmi, sigurvegari riðilsins í fyrra, varð í þriðja sæti með 43 stig.

Úrslit urðu þessi:

 

  1. Grunnskóli Húnaþings vestra 55 stig
  2. Grunnskóli Borgarfjarðar 44,5 stig
  3. Grunnskólinn í Stykkishólmi 43 stig
  4. Grunnskólinn í Grundarfirði 41,5 stig
  5. Brekkubæjarskóli á Akranesi 36 stig
  6. Grunnskóli Snæfellsbæjar 30,5 stig
  7. Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit 26,5 stig
  8. Auðarskóli í Dölum 23,5 stig
  9. Grundaskóli á Akranesi 22 stig
  10. Grunnskólinn í Borgarnesi 7,5 stig.
Líkar þetta

Fleiri fréttir