Gáfu Lífsbjörgu tvo nýja galla

Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ fékk góða gjöf á dögunum þegar Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði sveitinni tvo Víkinggalla að gjöf. En kominn var tími á að endurnýja galla sveitarinnar og hún farin að huga að því. Þessir gallar eru því góð byrjun á því ferli. Gallar þessir eru með innbyggðu vesti og því þægilegra að vinna í þeim og eru þeir ætlaðir til notkunar á Sæbjörgu, slöngubát björgunarsveitarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir