Fræðslufundur um plast, matar- og fatasóun

Umhverfisverkefnið „Egla tekur til hendinni“ í Borgarbyggð hefur síðan í haust verið með fræðslufundi í samstarfi við UMÍS-environice, um plast og sóun. Að sögn Bjarkar Jóhannsdóttur verkefnisstjórar er þetta þriðja verkefnið sem Egla ræðst í í vetur. „Fyrst var verkefnið „Poki að láni“ sem startað var í október, þá heimsóttu Eglurnar allar stofnanir sveitarfélagsins til að ræða um plast og möguleika á fækkun þess í umferð og nú að lokum er þessi fundaröð um plast, matar- og fatasóun. Rætt er um hvað við getum lagt af mörkum til að draga úr sóun af ýmsu tagi,“ segir Björk. Síðasti af þremur fundum í þessari fundaröð verður í kvöld klukkan 20 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þar ræðir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS um viðfangsefnið. Allir eru velkomnir og frítt er inn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir