Andarungar bjóða upp á cosplay-fræðslu á föstudaginn

Undanfarið hefur Skessuhorn greint frá starfsemi Andarungahreyfingarinnar (e. Ducklings Movement) í gamla Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Nýverið kom nýr hópur af félögum hreyfingarinnar til dvalar í skólanum og í gær kom hópur af búningaleikurum (e. cosplayers). Búningaleikur er sú afþreying, leikur og/eða skemmtun að klæða sig upp í búninga eða skreyta sig með ákveðnum munum sem standa fyrir einhverja ákveðna persónu, hvort sem hún er raunveruleg eður ei. Í tilefni af komu búningaleikaranna að halda fræðslufyrirlestur um búningaleik á föstudaginn, 23. mars kl. 9:30. Nemendur Heiðarskóla eru sérstaklega boðnir velkomnir á fyrirlesturinn en hann er engu að síður opinn öllum áhugasömum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir