
Okkar Stykkishólmur kynnir framboðslista
Okkar Stykkishólmur kynnti í gærkvöldi framboðslista sinn á vel sóttum opnum fundi sem fram fór í Skúrnum í Stykkishólmi. Listinn mun bjóða fram undir listabókstafnum O. „Okkar Stykkishólmur leggur m.a. áherslu á að mikilvægar ákvarðanir verði teknar með samstarfi allra bæjarfulltrúa í stað meirihlutaræðis. Í samræmi við það leggur listinn til að auglýst verði eftir bæjarstjóra að kosningum loknum,“ segir í tilkynningu. Þá er bent á að þeir sem vilja fræðast meira um starf framboðsins eru hvattir til að heimasækja heimasíðuna www.okkarstykkisholmur.is. Þá er framboðið einnig með síðu á Facebook og Instagram.
Listinn lítur svona út:
- Haukur Garðarsson (45), skrifstofustjóri hjá Rarik
- Erla Friðriksdóttir (49), eigandi og framkvæmdastjóri Íslensks æðardúns
- Theódóra Matthíasdóttir (38), ritari Breiðafjarðarnefndar og frumkvöðull
- Árni Ásgeirsson (32), náttúrufræðingur á Háskólasetri og yngri flokka þjálfari
- Heiðrún Höskuldsdóttir (48), læknaritari og verslunareigandi
- G. Björgvin Sigurbjörnsson (34), aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar
- Hjalti Viðarsson (40), dýralæknir
- Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir (38), kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi
- Rósa Kristín Indriðadóttir (28), leikskólaleiðbeinandi og veitingahússeigandi
- Jón Jakobsson (56), sjómaður og æðarbóndi
- Kristín Rós Jóhannesdóttir (35), kennari í Fjölbrautaskóla Snæfellinga
- Björgvin Guðmundsson (67), starfsmaður Fiskistofu
- Ísól Lilja Róbertsdóttir (18), listakona og framhaldsskólanemi
- Jósep Ó. Blöndal (70), læknir.