Fundu líkamsleifar á botni Faxaflóa

Fyrir nokkru komu líkamsleifar í veiðarfæri fiskibáts sem staddur var á netaveiðum norðarlega á Faxaflóa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en hefur notið aðstoðar ýmissa við leit og rannsókn. Sérútbúinn bátur var sendur á vettvang og kannaði sjávarbotn á þeim stað sem um ræðir. Þá sáust líkamsleifar en vegna sjógangs og dýpis reyndist ekki unnt að ná þeim upp í fyrstu tilraun, en það tókst í næstu ferð þegar sérútbúinn kafbátur var notaður. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ekki liggi fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og mun það taka nokkurn tíma að fá úr því skorið með DNA greiningu.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir