
Fínn kolmunni af Írlandsmiðum
Víkingur AK er væntanlegur á morgun til Vopnafjarðar með tæplega 2.600 tonn af kolmunna sem veiddist á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Þetta er fyrsta veiðiferð skipsins á kolmunnamið eftir að loðnuveiðum lauk fyrr í mánuðinum. Við Írland var fyrr í vikunni töluverður fjöldi íslenskra, færeyskra og rússneskra skipa að veiðum. Að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra er aflinn stór og fínn kolmunni og því gott hráefni til bræðslu.