Vakandi gagnvart hugsanlegu fuglaflensusmiti

Víða í Evrópu hefur að undanförnu borið á fuglaflensu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. „Það er því mikilvægt að fuglaeigendur gæti smitvarna og allir séu vakandi fyrir óeðlilegum dauða bæði villtra fugla og fugla í haldi,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Á undanförnum mánuðum hafa tilkynningar borist um fuglaflensugreiningar bæði í alifuglum og villtum fuglum í löndum þar sem margir af íslensku farfuglunum hafa vetursetu, svo sem í Hollandi, Englandi og Írlandi. Ekki er þó talin þörf á að auka viðbúnað enn sem komið er en Matvælastofnun vill samt sem áður brýna fyrir fuglaeigendum að huga að smitvörnum og þá sér í lagi að koma í veg fyrir að villtir fuglar komist í fóður og drykkjarvatn alifugla.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir