Skagastelpurnar í Madre Mia áfram í Músíktilraunum

Skagastelpurnar í hljómsveitinni Madre Mia komust áfram ásamt rappbandinu 200 Mafía í fyrstu undanúrslitum Músíktilrauna sem fram fóru í gærkvöldi. Sveitin Madre Mia samanstendur af þremur 14 og 15 ára stelpum af Akranesi sem allar hafa góðan grunn í tónlist. Katrín Lea Daðadóttir syngur og leikur á bassa og kassatrommur, Hekla María Arnardóttir syngur og leikur á gítar og Sigríður Sól Þórarinsdóttir syngur og leikur á hljómborð. Þær stöllur munu spila aftur á úrslitakvöldinu laugardaginn 24. mars auk þess sem þær koma fram á söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll sama dag. Það verður því í mörg horn að líta hjá söngstelpunum efnilegu á næstunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir