Samkeppni um kórlag í tilefni afmælis fullveldis

Afmælisnefnd vegna fullveldis Íslands á þessu ári, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur ákveðið að efna til samkeppni um nýtt kórlag sem frumflutt verður 1. desember 2018 á hátíðadagskrá í félagsheimilinu Hörpunni í Reykjavík. Kórlagið skal samanstanda af frumsömdu og óbirtu ljóði og lagi fyrir blandaðan kór. Verkið skal hæfa tilefninu og henta vel til söngs. Ein milljón króna er í verðlaun fyrir það lag sem sigrar og skiptist til helminga milli tónskálds og ljóðskálds. Kórlagið skal vera raddsett fyrir blandaðan kór án undirleiks. Því skal skila á skrifstofu afmælisnefndar Kirkjustræti 8 fyrir kl. 16, 20. júlí 2018 merkt „Samkeppni um kórlag“. Nánari upplýsingar og samkeppnisreglur er að finna vefsíðu afmælisársins www.fullveldi1918.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir