Óskað eftir stækkun landfyllingar

Bæjarstjórn Akraness samþykkti í lok febrúar að auglýsa lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi sem nefnist „Grenjar H3 hafnarsvæði.“ Samkvæmt tillögunni er fyrirhuguð stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis Skagans og Þ&E. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður deiliskipulag fyrir reitinn kynnt. Fyrir liggur umsókn Skagans 3X um stækkun iðnaðarbygginga um fjögur þúsund fermetra. Í frumhugmyndum er litið til stækkunar landfyllingar til norðurs út í Krókalón. Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingum varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast í síðasta lagi 21. mars nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir