Jónína Björg tekur sæti á Alþingi

Í dag mun Jónína Björg Magnúsdóttir verkakona á Akranesi og þriðja á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, taka sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Leysir hún Guðjón S Brjánsson af en hann situr um þessar mundir þing Vestnorræna ráðsins sem fram fer í Finnlandi. Arna Lára Jónsdóttir varaþingmaður er sömuleiðis í starfsferð erlendis þannig að þá var röðin komin að Jónínu Björg. „Hún er öflugur liðsmaður og það mun gusta af henni,“ segir Guðjón, en á meðfylgjandi mynd sitja þau saman við eldhúsborðið heima á Akranesi og leggja línurnar fyrir átök komandi þingdaga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir